Um bloggið

Ragnheiður

Færsluflokkur: Bloggar

Í sól og sumaryl

Gleðilegt sumar gott fólk.Glottandi

Búin að bíða eftir þessum degi í langan tíma, enda löngu farin að dusta rykið af stuttbuxunum og hlýrabolnum þannig að núna get ég loksins  farið að spóka mig um hálf nakin með gæsahúð og hor í nös . Ohh ég elska sumarið á íslandi.

Þrátt fyrir verðurblíðuna og bongóðið hér á landi þá fer að styttast óðum í TENERIF_E ferðina mína með túttunum og erum við nú þegar farnar að telja niður, byrjuðum í rúmlega 100 dögum og erum komnar niður í e-h tug núna..  Það er svo stutt í þetta að ég er þegar byrjuð að bera á mig sólarvörn Svalur

Íþróttaálfurinn með appelísinur út um allan líkama kveður að sinni.

 


5 ár í dag.

Hæ hæ .

Gleðilega páska þótt þeir séu að taka enda.

Þessi dagur í dag 17 apríl vekur upp sorgarstund í lífi mínu, því þessi tiltekni dagur fyrir 5 árum síðan kvaddi ég mína yndislegur mömmu í hinsta sinn. Gráta

Það er alveg órtúlegt hve tíminn er fljótur að líða og á ég mjög erfitt með að trúa því að það séu komin svona mörg ár síðan. Minning mín um mömmu er eins skýr og dagsbirtan, ég get enn fundið lyktina hennar og líst henni í hverju smáatriði. Á meðan ég get haldið í þessa sterku minningu þá finnst mér ég enn hafa hana hjá mér og er það sko ekki slæmur kostur.

 

vona að þið hafið gúffa vel í ykkur af páskaeggum til heiðurs meistaranum.

kveðja

Túttan Saklaus

 


Laugardagur til lukku

Laugardagur!!!  eða bara nammi-dagurUllandiUllandiUllandi

Þetta er mjög tilfinningaríkur dagur fyrir mitt litla sálar-nammitetur.. Hver fann það upp að nammidagar ætti að vera á laugardegi??? af hverju ekki miðvikudegi eða þriðjudegi það yrði miklu einfaldara að standast allar þessar freistinar sem í boði eru. Maður er þvílíkt öflugur að standa sig á þessum virku dögum og er hugurinn frekar sáttur þar með mér, en svo koma helgar og Búmmmm, hugurinn fer gjörsamlega á flipp og kemur með allskonar myndir í hausinn á mér, umm nammi this and nammi that þangað til ég bara læt undan og læt hugann ráða. Hver er þessi hugi eignilega og hvaða rétt hefur hann að stjórna mér á þessum " nammidögum"

Eins og staðan er núna í töluðu orðum þá er ég ekki enn fallin ofaní namipokann, en hugurinn er komin inní sælgætisverksmiðju og er að sýna með allskona nýjungar sem var að koma á markaðinn og ég er spennt að fylgjast með.

kveðja

Aðal túttan í  sælgætisdraumalandi Gráðugur


skírdagur... var e-h skírður !! eða?

hæ og hó....

Gleðilega skírdag í dag....

Þessi dagur er alveg stórmerkilegur, en engin virðist vita hvers vegna þessi dagur heitir skírdagur eða hvert tilefnið er með þennan dag, allir bara rosa ánæðir að fá frí í vinnunni og skólanum.

Ég fór í smá rannsóknarvinnu og spurði nokkra hvort þeir vissu hvað gerðist á skírdegi? Ég byrjaði á syni mínum og hélt hann að jesú hefði verið skírður þann dag ( enda mjög skiljanlegt, miðað við nafnið á deginum) ég var þó mjög viss um það að það var ekki tilefnið þannig að ég hélt áfram með rannsóknarvinnuna mína því ég vildi fá að vita þetta once and for all.. og muna að  gleyma þvi ekki fyrir næstu páska.  Ég er alveg með á hreinu hvað geriðst á páskunum en vandin er að muna í hvaða röð þetta gerðist allt saman, enda eru svo margir dagar í boði. pálmasunnudagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnan og allt heila klabbið... ég sem get varla munað afmælisdaga hjá mínum nánustu. Nema hvað, eftir að ég yfirheyrði nokkra þá enduðum við Agnes á netinu til að finna rétt svör við þessu öllu saman og niðurstaðan er sú að á skírdegi borðaði jesú sína síðustu máltíð með lærisveinum sínum... bon appetit

já eins og ég sagði þá er þetta stórmerkilegur dagur í dag og jesu er enn alveg pakksaddur.. ótrúlegur sá tappi!!!!

kveðja

Aðal túttan í páska-eggja-stuði Saklaus


Þriðjudagur en samt bara annar dagur í bloggi..

Hæ elskurnar...

Það er alveg yndislegt að vita hversu margir hafa kíkt á síðuna mína síðan í gær, ekki væri verra ef e-h af ykkur myndi kvitta í gestabókina eða jafnvel taka þátt í skoðanakönnunni minni. Þarf svo sem ekkert að þekkja ykkur þótt þið heilsið uppá mig...

Annars er bara allt ljómandi gott að frétta héðan úr sveitinni, 2 dagur í páskafríi og 10 dagurinn í fríi frá  fitubananum Ullandi.  ÉG mun enda þann frípakka snögglega á morgun þegar ég skelli á mig púlsmælinum og passa mig á því að ofreyna mig ekki í ræktinni.

Ég er búin að vera að tölvudúddast með þessa bloggsíðu í dágóðan tíma og er ég alltaf að finna eh nýtt sem ég get notað, ágætt að skríða í gegnum þetta til að fá smá smjörþef á því hvernig svona system virkar, enda er ég ekki kölluð tóta töluvkelling fyrir ekki neitt.

nú hefst stórundirbúningur fyrir kvöldmatinn og verð ég því að láta þetta gott heita.

Ekki gleyma að horfa á Heil og Sæl í kvöld, þótt ég sé ekki í þeim þætti.

I´ll be back soon.

kveðja

Aðal Túttan Koss

 

 

 


Fyrsta innleggið

Hæ hæ ...

Ég er nú gjösamlegur byrjandi í þessu bloggi og þarf maður smá tíma til að átta sig á hvernig þetta virkar allt saman.

Allavega þá kom upp þessi hugmynd hjá mér að blogga um mína reynslu eftir að ég er búin að vera þátttakandi í þáttunum sem eru sýnir á S1 og heita Heil og Sæl. 

Síðasti þáttur var tekin upp heima hjá mér á laugardaginn  og mun hann vera sýndur á þriðjudaginn 25 apríl.  ég er frekar leið yfir því að þetta sé yfirstaðið , því þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina. Til að halda mér við efnið  væri gaman að blogga hér og jafnvel fá fleiri í hópinn með mér sem ég get hjálpað og miðlað áfram mínum upplýsingingum, þá endilega látið mig vita ef áhugi er fyrir hendi.

Annars mun ég bara vera dugleg að henda inn skemmtilegum myndum af mínum fólki. 

Hlakka til að heyra frá ykkur.

kveðja

aðal TúttanKoss


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband