Um bloggið
Ragnheiður
hæ hæ.
Ætla að setja hér inn það sem mér finnst skipta máli þegar við erum að lesa aftan á innihaldslýsingar.
Reglan er þó samt bara einföld!!!! því lengri sem innihaldslýsingin er því óhollari er maturinn... don´t buy it....
E - Númerin
Svo eru það E-númerin. Heilmiklu af ýmsum efnum er bætt í matinn sem við borðum. Þessi efni hafa áhrif á lit, geymsluþol, gerð og bragð. Einungis fá efni eru sett í matinn í því skyni að bæta eða auka næringargildi. Notkun þessara efna í matvælaframleiðslu fer vaxandi og er í samhengi við aukna neyslu unninna og tilbúinna matvæla. Þetta hefur í för með sér að vandamálum sem tengjast aukefnum fjölgar. Þau börn sem nú eru að vaxa úr grasi hafa innbyrt mikið af aukefnum frá blautu barnsbeini, allt frá fósturskeiði, sem geta gert þau mjög viðkvæm fyrir heilsufarslegum vandamálum sem rekja má til þessara efna. Þessara efna er getið á umbúðum gosdrykkja, sælgætis og unninna matvæla, en fæstir vita hvað þau þýða. Þegar við sjáum E-númer í innihaldslýsingunni þurfum við að vera á verðbergi.
E-númer geta átt uppruna sinn í dýraríkinu, verið ofnæmisvaldandi og erfðabreytt en nokkur þeirra eru alveg hættulaus. Sjá meira á skjarinn.is
Öll E-númer sem byrja á 100 eru litarefni en ekki eru öll litarefni hættuleg. T.d. er E100 turmerik-krydd sem er gult og sennilega skaðlaust. E101 er Riboflavin sem er B2 vitamin og einnig gult og sennilega skaðlaust. E102 er Tartrazin og er bæði svo hættulegt að það ætti að forðast og auk þess ofnæmisvaldandi. E110 er Sunset Yellow FCF, hættulegt og ofnæmisvaldandi. Þetta efni er oft að finna í t.d. sælgæti og ódýrum ávaxtasöfum.
Númer sem byrja á 100 eru litarefni
Númer sem byrja á 200 eru rotvarnarefni
Númer sem byrja á 300 eru þráavarnarefni( andoxunarefni ).
Mörg þeirra eru mjög vafasöm og erfðabreytt.
Númer sem byrja á 400 eru m.a. bindiefni. Flest þeirra eru hættulaus en á því eru margar undantekningar .
Númer sem byrja á 500 eru sýrustillar og næstum öll í lagi nema E541.
Númer sem byrja á 600 eru bragðaukandi efni, t.d. E621 sem er MSG.
Þau eru öll varhugaverð og flest erfðabreytt.
Undantekningarnar eru E640 og E650.
Númer sem byrja á 900 eru húðunarefni ( lakk og vax) og hjálparefni,
t.d. sætuefni sem bera númer frá E950 til E967.
Þau sem eru EKKI í lagi og ber að FORÐAST eru:
E950= Acesulfamkalium
E951= Aspartam /Nutra Sweet
E952= Natriumcyklamat
E952= Calciumcyclamat
E954 = Saccarin
Sætuefni sem eru í lagi:
E953= isomalt ( en er erfðabreytt)
E957=Thaumatin (erfðabreytt)
E965(i) = Maltitol (erfðabreytt)
E965(ii)= Maltitolsirop (erfðabreytt)
E 966 = Lactitol
E 967 =Xylitol
Góða helgi
kveðja
Ragnheiður
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndirnar þínar :)
Þær minna mikið á Fido, sem er einn af mínum uppáhalds.
http://pages.zdnet.com/fidostudio/
Steina Seljan (IP-tala skráð) 6.5.2006 kl. 18:07
TIL HAMINGJU MEÐ PRÓFLOKIN ; )
Dagga (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.