Um bloggið

Ragnheiður

MSG (þriðja kryddið)

Msg-Þriðja kryddið

Msg, Monosodium glutomate, E621, bragðaukandi efni, flavor enhancer, pork flavoring, beef flavoring, natural flavoring, hydralized protein, autolized yeast extract, yeast extract, gelatine, glutamic acid, calcium caseinate, sodium caseinate, listinn er langur og hann heldur áfram

Asíubúar notuðu upprunalega þangsoð til þess að ná bragðaukandi áhrifum msg, en í dag er msg verksmiðjuframleitt, meðal annars með gerjunarferli sterkju, sykra og rófa. Kryddið er verksmiðjuframleitt og er því ekki náttúrulegt.

Msg er selt í staukum, það er hvítt kristallað duft ekki ólíkt salti eða sykri. Það hefur ekkert bragð en eykur bragð þess matar sem því er bætt útí eða á.

Glutamate er efni sem finnst í líkamanum og eru glutamate skynjarar í öllum líffærum mannslíkamans. En glutamatið, eins og annað, þarf að vera í jafnvægi við önnur efni til þess að líkaminn starfi rétt. Monosodium glutamate (msg) örvar þessa skynjara í heilanum og ruglar starfsemi heilans. Efnið getur líka drepið skynjarana og nærliggjandi taugar, ef mjög mikils er neytt af efninu, og valdið þannig ólæknalegum heila- og taugaskaða. Þannig veldur monosodium glutamate brenglun í heilanum sem bregst við með eitrunarviðbrögðum.

Viðbrögð líkamans við msg er ekki ofnæmisviðbrögð heldur í eitrunarviðbrögð og jafnvel þeir sem ekki fá skyndileg einkenni (eins og t.d. höfuðverk eða uppþembu) strax eftir neyslu efnisins verða fyrir eitrunaráhrifum, sé neyslu haldið áfram.

Einkenni msg eitrunar geta t.d. verið eitt eða fleiri eftirfarandi einkenna:

Höfuðverkir
Mígreni
Uppþemba
Ógleði og uppköst
Niðurgangur
Asmi
Andnauð
Kvíði
Jafnvægistruflanir
Lömun
Hjartsláttartruflanir
Skapsveiflur
Ýmsir taugasjúkdómar Parkinson, ms, alzheimier
Hegðunarvandamál, sérstaklega hjá börnum og unglingum
Ofnæmiseinkenni
Útbrot
Baugar
Munnangur
Nefrennsli
Þunglyndi
o.fl.

Msg er ávanabindandi og veldur "matarþörf" eða food-cravings. Það fær fólk til að borða meira af matnum en það hefði annars gert, og veldur þannig offitu.

Msg er að finna í unnum mat, sérstaklega léttvörum, pakka- og dósamat, sumum ostum, sumum bóluefnum og vítamínum, sælgætishlaupi, snakki, duftkröftum s.s. kjöt-, kjúklinga- og grænmetiskrafti, ýmsum grænmetis og heilsuvörum (þá yfirleitt sem yeast extract) og athugið að msg er alltaf í gelatínhylkjum lyfja og/eða vítamína.

Ein spurning að lokum, afhverju er msg svona falið, ef það er (eins og framleiðendur vilja halda fram) skaðlaust?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband