Um bloggið

Ragnheiður

Þriðjudagur en samt bara annar dagur í bloggi..

Hæ elskurnar...

Það er alveg yndislegt að vita hversu margir hafa kíkt á síðuna mína síðan í gær, ekki væri verra ef e-h af ykkur myndi kvitta í gestabókina eða jafnvel taka þátt í skoðanakönnunni minni. Þarf svo sem ekkert að þekkja ykkur þótt þið heilsið uppá mig...

Annars er bara allt ljómandi gott að frétta héðan úr sveitinni, 2 dagur í páskafríi og 10 dagurinn í fríi frá  fitubananum Ullandi.  ÉG mun enda þann frípakka snögglega á morgun þegar ég skelli á mig púlsmælinum og passa mig á því að ofreyna mig ekki í ræktinni.

Ég er búin að vera að tölvudúddast með þessa bloggsíðu í dágóðan tíma og er ég alltaf að finna eh nýtt sem ég get notað, ágætt að skríða í gegnum þetta til að fá smá smjörþef á því hvernig svona system virkar, enda er ég ekki kölluð tóta töluvkelling fyrir ekki neitt.

nú hefst stórundirbúningur fyrir kvöldmatinn og verð ég því að láta þetta gott heita.

Ekki gleyma að horfa á Heil og Sæl í kvöld, þótt ég sé ekki í þeim þætti.

I´ll be back soon.

kveðja

Aðal Túttan Koss

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg skvís :) Hlakka til með að fylgjast með þér hérna darling. Þú ert yndislegust!!
Knúsur Dagga

Dagga (IP-tala skráð) 12.4.2006 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband