Um bloggið

Ragnheiður

Í sól og sumaryl

Gleðilegt sumar gott fólk.Glottandi

Búin að bíða eftir þessum degi í langan tíma, enda löngu farin að dusta rykið af stuttbuxunum og hlýrabolnum þannig að núna get ég loksins  farið að spóka mig um hálf nakin með gæsahúð og hor í nös . Ohh ég elska sumarið á íslandi.

Þrátt fyrir verðurblíðuna og bongóðið hér á landi þá fer að styttast óðum í TENERIF_E ferðina mína með túttunum og erum við nú þegar farnar að telja niður, byrjuðum í rúmlega 100 dögum og erum komnar niður í e-h tug núna..  Það er svo stutt í þetta að ég er þegar byrjuð að bera á mig sólarvörn Svalur

Íþróttaálfurinn með appelísinur út um allan líkama kveður að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, hér er athugasemd frá Steini, forritara, án þess að þurfa að staðfesta eða gera eitt né neitt, stillingarnar þínar eru að virka. Og hafa gert síðan þú breyttir þeim.

Steinn E. Sigurðarson (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 18:38

2 identicon

helló aðaltútta, það er samt spurning að skipta um mynd af bleiku túttunni - hún er ekki alveg að gera sig.
kv bleika túttan

Gugga tútta (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband