Um bloggið

Ragnheiður

Aspartam viðbjóður

Veist þú hvað þú ert að setja ofan í þig daglega!!!

Já, og þú varst ánægður með að vera laus við viðbætta sykurinn úr kókinu, skyrinu og fleiri vörum sem innihalda þessi dásamleg "sætuefni". Í raun eru "sætuefni" ekkert annað en "Aspartame". Það nægir að slá inn orðinu á Google.com og þá koma upp um 624.000 tenglar sem vísa á vefsíður sem fjalla um skaðsemi Aspartame.

Í stuttu máli var Aspartame 200 sinnum sætara en sykur, það er samsett úr amínósýrum (uppbyggingarefnum próteins), og það inniheldur nánast engar kalóríur. Það var samþykkt af lyfja og matvælastofnun bandaríkjanna (FDA) árið 1981, sem margir vilja kalla ein stærstu mistök sem stofnunin hefur gert.

Aspartame var ekki rannsakað mikið á þeim tíma sem það var sett á markað, því það er ekki flokkað sem "lyf" heldur "matvæli". Í raun hefur Aspartame mörg einkenni lyfja, mikið af fólki getur ekki neytt Aspartam-bættra matvara því það hefur óþol gagnvart Fenýlalín sem er amínósýra í Aspartam. Þeir sem neyta Aspartams en hafa Fenýlalín óþol geta fengið allt frá hausverki eða önnur verri einkenni, allt til dauða. En Fenýlalín safnast fyrir í heila þeirra sem hafa óþol sem getur haft slæm áhrif.

Í raun eru áhrif Aspartams ekki að fullu rannsökuð, en það er margt sem bendir til að efnið hafi önnur áhrif en aðeins að gera bragðið af matvörunni "sætara". Bent hefur verið á allskonar aukaáhrif Aspartams, s.s. magaverkir, niðurgangur, ofnæmi, alzheimer, bakverkir, blindni, fæðingargallar, hækkun blóðþrýstingsins, heilaskaði, heilaæxli, hjarta- og æðasjúkdómar, brjóstverkir, sljóleiki, skaði á DNA, krabbamein, lifraskaði, minnistap, taugaskaði, verkir í liðamótum, svefntruflanir, hjartsláttartruflanir o.fl. o.fl. (eða rúmlega 100 atriði sem ég fann á netinu)

Aspartam ætti að forðast algjörlega. Í raun er hneyksli að það skuli vera leyft hér á Íslandi, en það er komið í margar matvörur nú þegar, s.s. Skyr.is og ýmsa gosdrykki (s.s. nýja Coke Light). Ég las viðtal við einn af yfirmönnum Norðurmjólkar þar sem kemur fram að þeir vilja ekki setja Aspartam í vörur sínar útaf þessum ástæðum, flott hjá þeim. Ljóst er að framleiðendur Skyr.is hafa engar áhyggjur af heilsu hins almenna neytanda, né gosdrykkjaframleiðendur sem hafa sett margar drykkjarvörur á markað með Aspartame.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrru stelpa á ekkert að fara að blogga meira???
kveðja bleika túttan

Gugga tútta (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 19:49

2 identicon

já gaman að fá svona upplýsingastúfa til að fræða mann :)

agnes (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband